Hjá Andreu Maack getur þú skipt vörum sem keyptar er í vefverslun innan 30 daga frá pöntun. Til að hægt sé að skipta vöru þurfa upprunalegar umbúðir að vera óopnaðar og í seljanlegu ástandi. Varan verður að vera ónotuð.

Til þess að nýta þann rétt ber viðskiptavini að senda tilkynningu á netfangið sales@andreamaack.com

Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða ranga eða gallaða vöru. Þegar Anrdea Maack hefur móttekið vöruna er endurgreitt inn á sama greiðslumiðil og notaður var í upphaflegu viðskiptunum.

Að öðru leyti er vísað í lög um neytendakaup nr.48/2003.