Um Okkur
ANDREA MAACK er íslensk gæða ilmlína úr smiðju listakonunnar Andreu Maack. Andrea rýfur mörkin á milli listsköpunar og tísku. Listsköpun Andreu er drifin áfram af þörf fyrir að skapa nýstárleg verk sem höfða til allra skynfæra.
Fyrsti ilmur Andreu var frumsýndur á óháðri listsýningu árið 2008. Sýningin endurskapaði kynningu á nýjum ilmi en Andrea hannaði ilminn SMART fyrir tilefnið, klippti síðan listaverk niður í ilmspjaldastærð og gestir fengu afhentan ilmandi hluta verksins.
Árið 2010 leit ANDREA MAACK vörumerkið dagsins ljós og ilmlína hennar samanstendur nú af 10 ilmum sem hafa vakið athygli í ilmheiminum fyir fegurð og frumleika.
Ilmir Andreu fást í fjölda landa og fjallað hefur verið um þá í tímaritum eins og franska Vogue, Artnet og Wallpaper.