
ANDREA MAACK er ilmmerki í hæsta gæðaflokki, stofnað árið 2012 af íslensku myndlistarkonunni Andreu Maack.
„Hugmyndin að vinna með ilm kviknaði þegar að ég hélt nokkrar myndlistarsýningar. Í fyrstu sá ég aðeins fyrir mér að skapa einn ilm og nefna hann SMART (Smell Art) en eftir fyrstu sýningu var ég orðin hugfangin af öllu sem tengdist ilmgerð. Upp frá því vann ég alfarið með sýningar sem snérust um ilm. Ilmmerkið sjálft fæddist þegar að ég fékk boð um að vera með opnun í galleríi í miðborg Reykjavíkur og ákvað þá að setja upp verk í formi verslunar, sem hét Ilmvatnsbúð Andreu Maack.“
— Andrea Maack, stofnandi
Andrea telur tengsl ilmgerðar og myndlistar vera einstaklega áþreifanleg. „Ilmur er línulegur – hann strýkur yfir húðina og snertir yfirborðið létt, eins og penslastrokur á blaði.“ Myndlistarkonan Andrea Maack nálgast ilmheiminn á nýstárlegan máta með ferskri sýn.

Vörurnar Okkar
Ilmvötnin okkar eru framleidd með sjálfbærni að leiðarljósi og innihalda 88–89% náttúruleg hráefni, þar af eru um 80% lífrænt vottuð. Hráefnin eru fengin frá IFF Grasse, sem er fremst í flokki á alþjóðavísu í framleiðslu á lífrænum hráefnum.
Þau 11–12% af ónáttúrulegum efnum, sem eftir standa, eru einungis notuð í stað plantna og jurta sem ilma best í náttúrunni en ekki eftir tínslu.
Ilmgrunnurinn er 100% lífrænn, íslenskur vínandi og íslenskt vatn.
Vörurnar okkar eru vegan, glútenfríar, ekki prófaðar á dýrum og siðferðilega unnar í alla staði.

Vegferðin Okkar
Ilmmerkið okkar er staðsett á Íslandi. Við erum kynhlutlaust merki og leggjum áherslu á að ilmvötnin okkar höfði til þeirra sem kunna að meta bæði mátt og listfengi ilmsins, auk allra þeirra tilfinninga og minninga sem hann kann að vekja.
Ilmvötnin okkar eru hönnuð þannig að upplifun hvers og eins verði sérstök og einstaklingsbundin og útiloki ytri áhrif. Við hvetjum fólk til að prófa ilmvötnin í hversdagslegum aðstæðum, til dæmis heima við, þar sem ilmurinn fær að aðlagast húðinni og blandast einstakri efnasamsetningu hvers og eins. Þannig fær ilmurinn að þróast og blómstra inn í sitt sanna og persónubundna eðli.
Sem ilmmerki í hæsta gæðaflokki, sem höfðar til einstaks markhóps, er það lykilatriði að hanna ilmvötn sem veita ánægju og eru eftirminnileg. Ilmvötnin okkar eru þróuð með gæði, einlægan vilja og sköpunargleði að leiðarljósi, þannig að hvert og eitt ilmvatn verður óaðfinnanlegt listaverk.
Við erum stolt af íslenskum uppruna okkar og sækjum innblástur í þá stórbrotnu náttúrufegurð sem hér finnst. Ilmvötnin okkar fanga hina hráu, óspilltu og kynngimögnuðu fegurð Íslands.
Að velja sér ilm er að leggja af stað í ferðalag og okkar hlutverk er að leiða þig í gegnum það. Við bjóðum þér að grandskoða ilmvötnin okkar, líta inn á við og kynnast tilfinningunum sem vakna. Við bjóðum þér að finna þitt uppáhalds ilmvatn og upplifa mátt ilmsins á einstaklingsbundinn hátt.

Flaskan okkar og vöruhönnun
Sérhönnuðu ilmvatnsflöskurnar okkar eru sköpunarverk mílanska arkitektsins Maddalena Casadei, sem sótti innblástur í listaverk og norrænar rætur Andreu Maack. Skúlptúrlaga form náttúrunnar heillaði arkitektinn, einkum svart eldfjallagrjót (obsidian), sem finnst á íslenska hálendinu. Maddalena lagði áherslu á stílhreinar línur sem falla vel í hönd, djúpa svarta áferð og fágað yfirbragð.
Flaskan sjálf er framleidd af Bormioli Luigi í Parma á Ítalíu, sem er einn af elstu og virtustu flöskuframleiðendum á alþjóðavísu. Hönnun flöskunnar var valin ein nútímalegasta ilmvatnsflöskuhönnunin af tímaritinu Wallpaper* Magazine.
Árið 2022 fékk Andrea Maack sænska hönnuðinn Tobias Alvback til að túlka málverk sín og færa þau yfir á nýtt útlit ilmmerkisins. Þau fengu sænska iðnleiðtogann Billerud til liðs við sig og saman tókst þeim að framleiða umbúðir sem notuðu eins lítinn efnivið og mögulegt var, voru án plasts og 100% endurvinnanlegar. Þannig eiga sendingar á milli heimshluta að verða auðveldari um leið og passað er upp á gæði, stíl og hreinleika ilmmerkisins. Nýja útlitið var kynnt í lok árs 2022 á Íslandi.